Afkasta meiru. Rukka betur. Vaxa hraðar. layer1-sublayer1

Afkasta meiru. Rukka betur. Vaxa hraðar.

Einfalt og öflugt vefkerfi fyrir sjálfstæða atvinnurekendur og lítil fyrirtæki

  • Sendu rafrænt á öll sveitarfélög, opinberar stofnanir og önnur fyrirtæki.
  • Uppfyllir reglugerð 505/2013 um útgáfu rafrænna reikninga.
  • Móttakendur fá reikningana hratt og örugglega pappírslaust alla leið inn í bókhald.
Skráðu þig frítt núna!
Ávallt í fararbroddi. layer1-sublayer1

Ávallt í fararbroddi.

Leiðandi í nútímalausnum með hagræði þitt að leiðarljósi

  • Skeytamiðlun og ráðgjöf síðan í mars 2010
  • Snurðulaus samskipti við innlenda sem erlenda birgja og viðskiptavini.
  • Tengist vinsælustu og stærstu bókhaldskerfum landsins.
Hafðu samband núna!
Sendill: Fullkomin þjónusta í rafrænum viðskiptaskjölum
Með lausnum Sendils sendir þú rafræna reikninga og önnur viðskiptaskjöl til innlendra jafnt sem erlendra aðila.
Á sama hátt getur þú tekið á móti rafrænum reikningum beint inn í bókhald án innsláttar, samþykkt reikninga og bókað sjálfkrafa.
Skýlausnir Sendils gera þjónustuaðilum kleyft að fella vinnslu rafrænna reikninga inn í öll kerfi.
Stór fyrirtæki
EinkaSendill miðlar skeytum innan samstæðu með fullri stjórn fyrirtækis og sendir stöðluð skeyti til Miðlunar Sendils og annara EinkaSendla. EinkaSendill býður upp á viðtæka möguleika til sendinga innan fyrirtækis sem venjulegar reiknasendingar gefa ekki kost á.

Nánar um EinkaSendil
Meðalstór fyrirtæki
Viðskiptakerfi senda beint inn á Miðlun Sendils sem dreifir reikningum áfram til móttakanda. Á sama hátt geta viðskiptakerfi tekið á móti sendingum frá Miðlun Sendils og bókað reikninga sjálfvirkt eftir að reikningur hefur verið samþykktur í kerfinu.

 Nánar um Miðlun Sendils
Sjálfstæðir atvinnurekendur
VefSendill gefur þeim sem ekki eru með bókhaldskerfi sem ræður við rafræna reikninga tækifæri á að
  • Senda rafræna reikninga
  • Skrá verktíma og umbreyta í reikninga
  • Hafa yfirlit um vörusölu


Nánar    Skráðu þig frítt núna!
Notendur
Hundruðir fyrirtækja og stofnana nota Sendil til að miðla rafrænum reikningum og öðrum viðskiptaskjölum. Þeir sem senda rafræna reikninga geta auk þess valið að láta senda viðskiptavinum sínum reikningana á pappír eða sem PDF í tölvupósti, þar til þeir eru tilbúnir í rafræna móttöku.
Sendill styður við OpenPEPPOL og NemHandel samskiptanetin og getur því komið reikningum á aðra skeytamiðlara sem styðja þann staðal, en ICEPRO á Íslandi hefur einmitt mælst til með notkun PEPPOL staðlanna í rafrænum skeytaflutningum.
Með aðgangi að PEPPOL og Nemhandel netinu geta viðskiptavinir Sendils bæði sent og móttekið rafræna reikninga til viðskiptavina og birgja í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Írlandi, Hollandi, Ítalíu, Spáni og víðar.
Samstarfsaðilar
Sendill leggur mikla áherslu á að notendur þjónustunnar njóti hámarks hagræðingar og þess vegna er nauðsynlegt að sending og móttaka rafrænna reikninga, pantana og annarra viðskiptaskjala falli sem best að kerfunum og vinnuferlar séu einfaldir og þægilegir.
Auk þess þarf að vera full trygging fyrir rekjanleika og áreiðanleika til að uppfylla reglugerð 505/2013, en í því felst að frumgagn reikningsins má ekki búa til utan viðskiptakerfis, það má ekki liggja á opnu skráarsvæði og móttakandi verður að geta treyst því að skjalinu sem hann fær í hendurnar hefur ekki verið breytt og það sé rekjanlegt til útgefanda.
Það er því lykilatriði í starfsemi Sendils að þjónusta samstarfsaðila og veita þeim ráðgjöf og tryggja þannig hámarksgæði og af því leiðir að móttakendur lenda í engum aukakostnaði og vandræðum með að lesa viðskiptaskjölin inn í kerfin og sendendur og móttakendur losna við tímafrek samskipti í síma og tölvupósti til að leysa úr málum.
Viðskiptakerfi
Hámarks hagræðing næst með samþættingu við viðskiptakerfi, þar sem umsýsla fellur inn í hefðbundna verkferla, svo sem útgáfu reikninga, samþykkt og bókun.
Öll viðskiptakerfi má tengja Miðlun Sendils eða EinkaSendli. Fjölmörg viðskiptakerfi hafa nú þegar verið tengd af okkur eða samstarfsaðilum okkar.
Er þitt kerfi ekki hér? Hafðu samband.
Staðlar
Sendill er í fararbroddi í innleiðingu alþjóðlegra staðla í rafrænum viðskiptum. og er virkur þáttakandi í alþjóðlegri staðlagerð. Sendill hefur starfað með ICEPRO frá 2007 að gerð NES formstaðlanna, CEN Staðlasamtökum Evrópu að gerð BII staðlanna og er virkur í tækninefndum OpenPEPPOL um burðarlag.
Notendur Sendils hafa fullan aðgang að PEPPOL og NemHandel burðarlögum og geta þar með sent og tekið á mótið rafrænum reikningum frá öllum þjónustuaðilum sem styðja við PEPPOL. Á þetta við um skeytamiðlanir á Íslandi sem og víðs vegar í Evrópu. Notendur geta því notið hraðari og þægilegri viðskiptasamskipta við sína birgja og viðskiptavini erlendis.
ICEPRO mælti árið 2010 með notkun PEPPOL burðarlagsins fyrir samskipti milli burðarlaga og var Sendill fyrstur til að svara því kalli og hefur verið hvað ötulastur við að mæla með notkun þess staðals, enda er það eina raunhæfa leiðin til að opna fyrir samskipti milli allra viðskiptaaðila.