Af hverju Unimaze? Af hverju Sendill?

Tvö nöfn

Sumir velta því fyrir sér af hverju við notum tvö nöfn og notum þau stundum saman og stundum á víxl.

Þegar félagið var upphaflega stofnað kallaðist það Unimaze á Íslandi ehf ásamt enska hjáheitinu Unimaze Software. Hugmyndin var og hefur alltaf verið að þróa hugbúnað fyrir alþjóðamarkað.

Í kringum árið 2009 vorum við að fara af stað með þjónustu í rafrænni skeytamiðlun á Íslandi. Þá fannst okkur sem að við yrðum að hafa íslenskt vörumerki til að undirstrika að félagið væri íslenskt. Við völdum nafnið Sendill sem er þýðing á enska heitinu Messenger, en skeytamiðlun kallast Messaging Services.

Fyrirtæki + Vörumerki

sendill.is varð vörumerkið okkar. Þá var næsta skref að fara í fyrirtækjaskrá og breyta nafninu. Þar máttum við alls ekki velja hvaða nafn sem er, en við máttum ekki nota punkt í nafninu og urðum þar að auki að hafa áfram vísun í erlenda hjáheitið til að mega halda því óbreyttu. Niðurstaðan var s.s. sú að félagið var endurskýrt og heitir í dag Sendill is Unimaze ehf.  Varla þarf að taka það fram að við héldum auiðvitað gömlu kennitölunni og getum þar með talist með elstu fyrirtækjum landsins!

Í stuttu máli getum við sagt að Unimaze sé félagið sem býr til hugbúnaðinn sem öll rafræn skeytamiðlun og meðhöndlun rafrænna viðskiptakjala byggir á. Sendill er svo aftur þjónustan sem byggir á þessum lausnum. Segir þetta eitthvað?


Source Url: http://www.sendill.is/blogg/greinar/articleid/21/af-hverju-unimaze-af-hverju-sendill

Deila

Mest lesið
  • Hvað er löglegur rafrænn reikningur?
    Hvaða kröfur eigum við að gera til rafrænna reikninga? Hvers vegna skiptir máli að vanda vel til verka við innleiðingu? Hvers vegna er ekki nóg að skutla reikningnum frá sendanda til móttakanda í tölv...
    Read More
  • Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla
    Leiðin er greið Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL. Einfalt og fljótlegt er að...
    Read More
Flokkar
Stikkorð