Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla

Leiðin er greið

Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL.

Einfalt og fljótlegt er að tengja móttakanda við PEPPOL netið og hafa allir þjónustuveitendur hérlendis nú þegar skilgreint fjöldamörg fyrirtæki vandræðalaust.

Þjónustuveitendur á PEPPOL netinu eru vottaðir af OpenPEPPOL samtökunum og gangast inn í samning um ábyrgð, hlutverk og kostnaðarskiptingu og um að ekki megi gjaldfæra reiki milli þjónustuveitenda.

Hagræði felst í opnum netum

Einstaka móttakendur rafrænna reikninga á innlendum markaði hafa ekki enn opnað fyrir móttöku á PEPPOL netinu og er helsta ástæðan sú að þjónustuveitandi hans er tregur til að tengja hann við PEPPOL netið í þeim tilgangi að búa sér til stöðu á markaði og þvinga þannig sendandur rafrænna reikninga inn á lokað net.

Vilji móttakendur rafrænna reikninga njóta sem mestrar hagkvæmni og fá sem flesta reikninga rafrænt og sem fljótast er farsælasta leiðin sú að opna fyrir móttöku í PEPPOL þ.a. þeir geti móttekið frá öllum sendendum rafrænna reikninga.

Sveitarfélög, sérstaklega, bera ríka skyldu til að fara eftir opnum stöðlum í hvívetna.

Vekjum drauginn

Ef móttakendur eru ekki að fá þá ráðgjöf sem gefur þeim mest hagræði, þurfa þeir að heyra það frá öðrum.

Okkur þætti vænt ef þú veittir okkur lið og létir móttakendur vita að þeir geta móttekið rafræna reikninga frá öllum í gegnum opna PEPPOL netið.

Það eina sem móttakendur þurfa að gera er að biðja sinn þjónustuveitanda að opna fyrir sig s.k. PEPPOL aðgangspunkt (e. PEPPOL Access Point). Móttakendur fá þá alþjóðlegt auðkenni byggt á kennitölu sinni (dæmi: 9917:7112009999 fyrir tilsvarandi kennitölu) og sendendur geta óhindrað komið reikningum til þeirra.

Er þitt fyrirtæki skráð í PEPPOL?

Sláðu inn kennitöluna hér: http://e-business.tools/querypeppol

Deila

Mest lesið
  • Hvað er löglegur rafrænn reikningur?
    Hvaða kröfur eigum við að gera til rafrænna reikninga? Hvers vegna skiptir máli að vanda vel til verka við innleiðingu? Hvers vegna er ekki nóg að skutla reikningnum frá sendanda til móttakanda í tölv...
    Read More
  • Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla
    Leiðin er greið Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL. Einfalt og fljótlegt er að...
    Read More
Flokkar
Stikkorð