Sending reikninga til Danmerkur

Danir voru fyrstir

Vinnan í kringum NemHandel netið og hin svokölluðu viðskiptaskjöl á OIO sniði hófst árið 2005.

Það frumkvöðlastarf hafa önnur lönd innan Evrópu byggt sína vinnu á og þar má nefna samstarf norræna þjóða um NES staðalinn (2007) sem margir hafa heyrt af og nú síðar BII staðalinn sem Evrópusambandið bjó til í framhaldi af NES vinnunni.

Bein samskipti við Danmörk

Sendill er eini íslenska aðilinn sem býður upp á beintengingu við danska NemHandel netið. Samstarfsaðilar Sendils, annars vegar DK hugbúnaður fyrir DK kerfið og Reynd fyrir Navision kerfið hafa þróað stuðning við OIOUBL staðalinn sem viðskiptavinir þeirra nota til að senda á NemHandel netið í gegnum Miðlun Sendils.

Yfir 80.000 fyrirtæki og nær allar opinberar stofnanir í Danmörku eru tengdar NemHandel netinu.

Þar sem Íslendingar eiga í töluverðum viðskiptum við Danmörku, er þetta kjörin leið fyrir fyrirtæki til að senda reikningana rafrænt og fá reikningana þar með greidda hraðar og örugglega.

Deila

Mest lesið
  • Hvað er löglegur rafrænn reikningur?
    Hvaða kröfur eigum við að gera til rafrænna reikninga? Hvers vegna skiptir máli að vanda vel til verka við innleiðingu? Hvers vegna er ekki nóg að skutla reikningnum frá sendanda til móttakanda í tölv...
    Read More
  • Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla
    Leiðin er greið Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL. Einfalt og fljótlegt er að...
    Read More
Flokkar
Stikkorð