Spurning: Hvernig sendi ég reikning frá öðrum skeytamiðlara til Sendils?

Svar: Allir móttakendur hjá Sendli eru skráðir í OpenPEPPOL og gera kröfu um að fá reikninga sína rafræna skv. skráningu sinni í PEPPOL skv. nýjustu tækniforskriftum staðlaráðs um rafrænan reikning og kreditreikning (TS-136 og TS-137). Allir skeytamiðlarar á Íslandi eru aðilar að OpenPEPPOL og ber því að skila rafrænum reikningi til notenda hjá okkur í gegnum OpenPEPPOL.

Kerfi okkar taka við öllum reikningum frá sendendum sjálfkrafa inn í bókhald. Þeir reikningar sem ekki uppfylla umbeðið form (sjá neðar) fá sérstaka meðhöndlun, þar sem notendum er gefinn kostur á að yfirfara þá áður en þeir eru bókaðir.

Nánar

Miðlun Sendils byggir á opnum stöðlum. Sendill starfar eftir reglugerð nr. 505/2013 um rafræna reikninga, tilmælum ICEPRO og tækniforskriftum Staðlaráðs Íslands. Uppbygging staðla hérlendis fylgir stefnu Evrópusambandsins um Stafræna Evrópu árið 2020.

Skv. reglugerð 505/2013 má móttakandi lýsa yfir einhliða því formi og þeim gagnaflutningsmáta sem hann hefur samþykkir og skeyti sem send eru á öðru formi eða með gagnaflugningum sem viðtakandi hefur ekki samþykkt, telst ekki afhent. Í evróputilskipun kemur einnig skýrt fram að það verði að vera með opnum stöðlum, sem af hagnýtum ástæðum verðum að gera ráð fyrir hvort eð er. Að skeyti teljist ekki afhent nema að það sé með réttum hætti, þýðir að móttakandi sem óskar eftir að fá reikning sendan rafrænt gegnum OpenPEPPOL, getur ekki samþykkt tölvupóst sem rafrænan reikning (fyrir utan að hann uppfyllir ekki kröfur um rekjanleika og áreiðanleika til að geta talist rafrænn reikningur í skilningi laganna).

ICEPRO er innlend opinber stofnun, vettvangur um rafræna viðskipti, en hlutverk ICEPRO að tryggja einfalt og samræmt verklag í rafrænum viðskiptum þar sem alþjóðlegar verklagsreglur og staðlar á sviði rafrænna viðskipta eru lagðir til grundvallar, í rafrænum viðskiptum fyrirtækja og opinberra stofnana. ICEPRO mælti með notkun OpenPEPPOL fyrir samskipti milli skeytamiðlara í nóvember 2010, ítrekaði í apríl 2012 og gaf út leiðbeiningar til samræmingar hér á landi í maí 2013.

Notendur í Miðlun Sendils fá aðgang að OpenPEPPOL gjaldfjrálst og allar sendingar og móttaka rafrænna skeyta er án aukagjalds. Þjónustuaðilar á OpenPEPPOL netinu greiða árlegt fastagjald og eftir vottun fá þeir aðgang að OpenPEPPOL netinu og gangast undir samskiptasamninginn, sem tryggir m.a. traust milli aðila og ábyrgð á rekstri OpenPEPPOL hnútapunkta.

Aðgangur að opnu neti og notkun opinna staðla eru forsendur fyrir því að öll fyrirtæki, bæði stór og smá geti notið ávinings af upptöku rafrænna reikninga.

Deila

Mest lesið
  • Hvað er löglegur rafrænn reikningur?
    Hvaða kröfur eigum við að gera til rafrænna reikninga? Hvers vegna skiptir máli að vanda vel til verka við innleiðingu? Hvers vegna er ekki nóg að skutla reikningnum frá sendanda til móttakanda í tölv...
    Read More
  • Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla
    Leiðin er greið Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL. Einfalt og fljótlegt er að...
    Read More
Flokkar
Stikkorð