Miðlun viðskiptaskjala samkvæmt eDelivery skilgreiningu á OpenPEPPOL AS4 netinu

Á síðari hluta ársins 2018 hefur Unimaze Software haft i rekstri aðgangspunkt fyrir AS4 og lokið SENS AS4 samþættingarprófunum með samstarfsaðilum frá Spáni, Danmörku, Noregi og Hollandi.

Reksturinn og samþættingarprófanirnar ery studdar af Evrópusambandinu í gegnum "Connectint Europe Facitlity" (CEF) efnisskrána gegnum MADE (Multiple Access to eDElivery) verkefnið.

Þetta er mikilvægur áfangi til að styðja við PEPPOL AS4 umgjörðina, sem byggð er á eSENS AS4 samskiptastaðlinum.

Nýjasta útgáfan af PEPPEOL AS4 umgjörðinni var fullkomnuð og aðlögum til að vera í fullu samræmi við CEF eDelivery skilgreiningarnar.

PEPPOL AS umgjörðin er nú þegar valkvæður samskiptastaðall í OpenPEPPLL netinu og er stefnt að því að verði skylda að uppfylla hann 1. ágúst 2019.

Unimaze Software er að hefja OpenPEPPOL innleiðingarprófanir í Janúar og stefnir að því að vera tilbúið fyrir AS4 á PEPPOL netinu ekki síðar en í mars 2019.

 

Funded by the "Connecting Europe Facility"

Deila

Mest lesið
  • Hvað er löglegur rafrænn reikningur?
    Hvaða kröfur eigum við að gera til rafrænna reikninga? Hvers vegna skiptir máli að vanda vel til verka við innleiðingu? Hvers vegna er ekki nóg að skutla reikningnum frá sendanda til móttakanda í tölv...
    Read More
  • Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla
    Leiðin er greið Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL. Einfalt og fljótlegt er að...
    Read More
Flokkar
Stikkorð