Unimaze innleiðir Evrópska Normið fyrir rafræna reikninga

Unimaze innleiðir Evrópska Normið inn í lausnamengi sitt

Unimaze vinnur nú að því að aðlaga lausnir sínar til að uppfylla nýjustu skilyrði fyrir rafræna reikninga innan Evrópu sem hluta af POOL-TSPs verkefninu.

Hið svokallað Evrópska Norm (EN) er útfærsla á Evrópusammþykkt 2015/55/EU sem skyldar alla opinbera aðila til að mótttaka og meðhöndla rafræna reikninga. Markmiðin eru að ýta undir upptöku rafrænna reikninga á gervöllu evrópska hagsvæðinu undir einum markaði.

Stuðningur við EN staðalinn krefst þess að taka upp bæði sniðin sem studd eru, reikning og kreditnótu samkvæmt UBL sniðið (Universal Business Language, sem byggt er á UBL 2.1, ISO/IEC 19845:2015) og CII sniðið (Cross Industry Invoice, sem skilgreint er af XML Schemas 16B SCRDM – CCI). Unimaze þarf að uppfylla stuðningsprófanir hjá CEF Digital fyrir bæði sniðin.

Mestöll vinnan fer í að uppfæra kjarnakerfið (EinkaSendil og Miðlum Sendils) til að styðja við EN stðalinn; uppflettingar á móttökuhæfni viðskiptaaðila, innri úrvinnslu, (sannreyningu, varpanir, birtingar) og afhendingu.

Auk þess að uppfæra kjarnakerfið, uppfærum við klasasöfnin (ebComposer UBL og ebComposer Tools) til að styðja við EN staðalinn, vefsölukerfið (VefSendil), samþættingu við Xero (eefacta Connect) auk hjálpartóla á vefnum http://e-business.tools.

POOL-TSPs verkefnið

Verkefnið "Adoption of the eIncoiving Directive through interconnected platforms of European Trust Service Providers" (skammheitið POOL-TSPs) er stutt af Evrópusambandinu í gegnum “Connecting Europe Facility” (CEF) efnisskrána.

Í þessu verkefni eru samþættingarprófanir framkvæmdar með því að skiptast á rafrænum skeytum milli þátttökufyrirtækja frá átta löndum evrópska efnahagssvæðisins; nefnilega Belgíu, Danmörku, Noregi, Hollandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu og Svíðþjóð.

 

Funded by Connecting Europe Facility

Deila

Mest lesið
  • Hvað er löglegur rafrænn reikningur?
    Hvaða kröfur eigum við að gera til rafrænna reikninga? Hvers vegna skiptir máli að vanda vel til verka við innleiðingu? Hvers vegna er ekki nóg að skutla reikningnum frá sendanda til móttakanda í tölv...
    Read More
  • Frítt reiki opnar á samskipti fyrir alla
    Leiðin er greið Allir þjónustuveitendur fyrir rafræna reikninga á Íslandi styðja við samevrópskan staðal um samskipti milli þjónustuveitenda. Þessi staðall kallast PEPPOL. Einfalt og fljótlegt er að...
    Read More
Flokkar
Stikkorð