Skeytamiðlun - Miðlun á rafrænum gögnum

Þjónustur Sendils fyrir miðlun rafrænna reikninga, viðhengja og annarra viðskiptaskjala má líkja við rafrænt pósthús. Þjónusta af þessu tagi er oft nefnd skeytamiðlun.

Alveg eins og póstkerfi sem miðla pökkum og umslögum byggir það á ákveðinni högun. Í tilfelli almenns póstkerfis byggir það á móttöku, miðlun milli dreifingarstaða og útburði pósts. Í rafrænu pósthúsi þetta svipað, nema að samflétta þarf mismunandi högun viðskiptakerfa og þeirrar tækni sem þau nota út á við.

Sendill býður miðlun gegnum Miðlun Sendils og Einkamiðlun fyrir þá sem það kjósa. Oftast er um að ræða beintengingu við viðskiptakerfi, sem samstarfsaðiliar okkar sjá um. Ef við á, tökum við það einnig að okkur.

Þá bjóðum við einnig upp áVefSendil,  lausn til að sinna þörfum þeirra sem ekki nota bókhaldskerfi eða úthýsa bókhaldi. Þar geta notendur unnið tímaskýrslur og bæði sent og móttekið rafræna reikninga og kreditnótur.

 

Rekstrarhagræðing er lykillinn

Fjölmargir aðilar nýta sér dreifingarmiðstöð Sendils til að miðla rafrænum reikningum, pöntunum, vörulistum, fylgiskjölum og fleira.

Við það að taka upp rafræn viðskipti (B2B) ná fyrirtæki að hagræða í rekstri sínum og fækka þreytandi endurtekinni vinnu í daglegu starfi og um leið fækka mistökum sem eiga sér stað.

 

Beintenging viðskiptakerfis við miðlun viðskiptaskjala

Með samtvinnun dreifingarmiðstöðvarinnar við viðskiptakerfi notandans næst ýmiss ávinningur með sjálfvirknivæddum ferlum, t.a.m. geta bókanir innkaupareikninga verið alsjálfvirkar eða að mestu sjálfvirkar, skönnun reikninga verður óþörf þar sem rafrænir reikningar og fylgiskjöl verða sýnileg í samþykktarferlinu.

 

Einkamiðlun fyrir milliliðalaus samskipti

Á fyrirtækið þitt í miklum samskiptum við önnur fyrirtæki? Viltu geta miðlað rafrænum reikningum milliliðalaust við þessi fyrirtæki? Einkamiðlun Sendils er pósthús sem fyrirtækið þitt getur rekið í eigin rekstrarumhverfi eða í hýsingu. Finnist þér það betra, geta starfsmenn Sendils þjónustað einkapósthúsið.

EinkaSendill

 

Víðtækar samtengingar innanlands sem utan

Miðlun Sendils og EinkaSendils eru byggðar í kringum alþjóðlega staðla svo þú getur átt samskipti við aðila erlendis. Í dag er Sendill tengdur yfir 90.000 fyrirtækjum innan Evrópu í PEPPOL og NemHandel samskiptanetunum.