Reikningaúrvinnsla

Sendill býður upp á veflausn til að útbúa rafræna reikninga, sem við köllum VefSendil. Með einföldum hætti er hægt að skrá inn reikning, prenta hann út og senda hann rafrænt til móttakanda. Auk þess er hægt að skrá tímaskýrslu og útbúa reikning út frá þeirri henni.

Innfylling reikningsLausnin hentar vel einyrkjum og minni fyrirtækjum sem nota ekki bókhaldskerfi. Ef þú ert með endurskoðanda eða bókara sem sjá um bókhaldið fyrir þig og þú gefur reikningana út sjálfur, þá er þetta tilvalin lausn fyrir þig.

Stillirðu upp reikningum í Excel?

Ertu vanur/vön að nota Excel eða Word til að setja upp reikningana þína og prentar þá svo út í þríriti til að uppfylla reglur um reikninga í tengslum við virðisaukaskatt? Ef svo er, þá er miklu hægara um vik að prenta þá beint út úr kerfinu okkar. 

Í byrjun þarftu aðeins að setja upp upplýsingar um viðskiptavini þína. Til að flýta fyrir skráningu reikninga, geturðu líka skráð forðanúmer og vörunúmer ásamt upplýsingum á bak við það til að fletta upp við gerð reikninganna.

Þú getur einnig sent fylgiskjöl með reikningunum, þ.a. móttakandinn hefur allt á einum stað.

Frí útgáfa

Þetta er meðal þess sem Vefsendill býður upp á. Vonandi hentar hann þér. Þú getur notað VefSendil fyrir allt að þrjá viðskiptavini. Hafir þú fleiri viðskiptavini eða umfangsmeiri starfsemi en innifalin er í fría pakkanum, bjóðum við stærri útgáfur á hagstæðu mánaðarverði, sjá VefSendill, pakkar og verð.

Vörur

Miðlun Sendils og EinkaSendill fyrir þá sem það kjósa, er þjónusta sem Sendill býður upp á fyrir rafræna dreifingu. Oftast er um að ræða beintengingu við viðskiptakerfi, sem samstarfsaðilar okkar sjá um.

Þá bjóðum við einnig upp á VefSendill,  lausn til að sinna þörfum þeirra sem ekki nota bókhaldskerfi eða úthýsa bókhaldi. Þar geta notendur unnið tímaskýrslur og bæði sent og móttekið rafræna reikninga og kreditnótur.