Origo

Origo lógóOrigo hf. sérhæfir sig í ráðgjöf, þjónustu og þróun lausna fyrir SAP, Vigor, NAV og Microsoft hugbúnað. Fyrirtækið hefur þróað fjölmarga lausnapakka fyrir einstaka atvinnugreinar, s.s. sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki og á sviði launa- og mannauðslausna. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 400 manns.

Origo hf. varð til við sameinngu Nýherja, TM Software og Applicon í janúr 2018. Starfsstöðvar Origo eru á Íslandi og í Svíþjóð.


Rafrænir reikningar í Vigor

Vigor Viðskiptahugbúnaður er íslenskur hugbúnaður ætlaður meðalstórum og stærri fyrirtækjum. Kerfið er mjög notendavænt og auðvelt er að aðlaga það að sérstökum þörfum og kröfum notenda og tengja það öðrum hugbúnaði.

Vigor kerfið getur hvort heldur notast sem heildstæð lausn eða sem einstakar sjálfstæðar einingar. Vigor Orka er eitt útbreiddasta orkureikningakerfi landsins. Meirihluti veitufyrirtækja á landinu nota Vigor Orku. Liðlega 70% allra reikninga frá orkufyrirtækjum landsins hafa orðið til í upplýsingakerfinu Vigor Orku. Vigor Orka er alíslenskt kerfi. Það er öflugt og sveigjanlegt og notað af fyrirtækjum sem senda út allt frá 100 og upp í 140.000 reikninga á mánuði.

Rafrænir reikningar í SAP

SAP er án nokkurs vafa einn öflugasti viðskiptahugbúnaðurinn á markaðnum. SAP ERP er alhliða viðskiptakerfi sem hentar flestum tegundum fyrirtækja, jafnt stórum sem smáum. ERP kerfin frá SAP eru í notkun í nánast öllum tegundum atvinnugreina. Lausnin nær yfir allan hluta rekstursins allt frá grunnvirkni fjárhagsbókhalds til flókinna ferla í framleiðslu, sölu, dreifingu, lánaumsýslu og ýmissa annarra þátta rekstursins.

Tengiliðir
Sölumál
Rafn Yngvi Rafnsson
Sími 563-6100