Reynd

Reynd lógóReynd sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingum og þjónustu á viðskiptahugbúnaði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa yfir að ráða áralangri reynslu á þessu sviði og hafa komið að fjölda slíkra verkefna innanlands sem og erlendis. Reynsla starfsmanna fyrirtækisins nær út fyrir hið hefðbundna svið upplýsingatækninnar og innan fyrirtækisins eru aðilar sem hafa mikla reynslu af greiningu gagna, ráðgjöf til stjórnenda, breytingarstjórnun innan fyrirtækja og rekstri fyrirtækja. Þessi samsetning gefur Reynd nokkra sérstöðu sem felst í því að samband okkar við viðskiptavini er jafnan á breiðari grundvelli en aðeins hinu tæknilega.

Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar, veita þeim faglega og persónulega þjónustu og hugsa með þeim í leit að bestu mögulegu lausnunum hverju sinni er markmið okkar að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná þeim árangri sem þeir sækjast eftir. Slíkt samband er byggt á trausti og virðingu á báða bóga og það er ætíð markmið okkar að sambandið sé til langs tíma.

Reynd er vottaður samstarfsaðili Microsoft með sérþekkingu á viðskiptalausnum. Reynsla starfsmanna á innleiðingum á Microsoft Dynamics NAV (áður Navision) og LS Retail er með þeim meiri sem fyrir finnst enda hafa þeir tekið þátt í nokkrum stærstu innleiðingum á þeim kerfum sem hafa verið gerðar í heiminum. Við hjá Reynd erum stolt að til okkar er leitað vegna hinna flóknustu mála á þessu sviði.

Rafræn viðskipti

Reynd býður upp á lausnir fyrir Microsoft Dynamics NAV hvað varðar rafræna reikninga. Fyrirtæki geta bæði sent og tekið á móti reikningum í gegnum Sendil sem er dreifingarmiðstöð fyrir rafrænar póstsendingar.

Meginkostir við rafræn viðskipti felast í því að:

  • Minnka skráningu og koma í veg fyrir villuhættu við skráningu á upplýsingum
  • Reikningar berast viðskiptavinum á skjótvirkari hátt
  • Auka hagræðingu og sparnað til lengri tíma litið
Tengiliðir

Sölumál

Guðjón Þór Mathiesen
Sími 512-4300