Staki

Staki lógóStaki automation er verkfræði- og hugbúnaðarhús, þjónustufyrirtæki sem skiptist í meginatriðum í þrjú svið; tækni og verkfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf og rafræn viðskipti. Félagið er í eigu Símans. 

Meginhlutverk Staka er að veita afburða þjónustu á þeim sviðum sem félagið starfar. Félagið hefur það markmið að brúa bil milli hefðbundinnar hugbúnaðargerðar og iðnstýringa en það bil er sífellt að minnka. Í því skyni hafa starfsmenn Staka sótt sér þekkingu á báðum sviðum og félagið hefur því á að skipa mjög hæfu starfsfólki sem vinnur bæði við hugbúnaðargerð og iðnstýringar. Nýjasta þjónusta Staka er á sviði rafrænna og pappírslausra viðskipta þar sem félagið ætlar að vera í fararbroddi. Staki aðstoðaðar fyrirtæki við að koma á sjálfvirkum viðskiptaferlum s.s. rafrænar pantanir, farmskjöl, tollaskýrslur, reikninga o.fl., allt eftir þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.

Rafræn viðskipti

Rafrænum viðskiptum er ætlað að einfalda viðskiptaferla, draga úr margskráningum og bjóða aukið aðgengi að vörum og þjónustu. Rafvæðing viðskiptaferla eykur öryggi og sjálfvirkni, fækkar milliliðum og lækkar kostnað.

Staki býður viðtæka þjónustu á sviði rafrænna viðskipta, með sérþekkingu og reynslu af sjálfvirknivæðingu auðveldar Staki innleiðingu rafrænna viðskiptaferla. Með öflugum samstarfsaðilum mætir Staki fjölbreyttum og ströngum kröfum sinna viðskiptavina. Staki rekur og hefur umsjón með stærstu sérhæfðu skeytamiðju landsins fyrir stöðluð rafræn viðskiptaskeyti.

Staki veitir X.400 og EDI þjónustu ásamt ráðgjöf og sérhæfðri hugbúnaðargerð við innleiðingu á rafrænum viðskiptum. Staki hefur víðtæka reynslu af innleiðingu rafrænnar reikningagerðar m.a. fyrir SAP.

Tengiliðir

Sölumál

Friðbjörn Hólm Ólafsson
Sími 568-8560