Wise

Maritech lógóWise er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1995 og hefur þróast yfir í að vera stærsti söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi. 

Hjá Wise starfa rúmlega 80 manns og er aðalskrifstofan í nýju og glæsilegu húsnæði að Borgartúni 26, Reykjavík. Wise er einnig með starfsstöðvar á Akureyri.

Innan Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Starfsfólk Wise hefur það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum góða og trausta þjónustu ásamt faglegri ráðgjöf.

Wise hefur meðal annars sérhæft sig í viðskiptahugbúnaði á sviði fjármála, þjónustu, sveitarfélaga, flutninga, heildsölu og verslunar fyrir Microsoft lausnir.

Traustar og góðar lausnir og áralöng reynsla starfsfólks Wise tryggir viðskiptavinum samkeppnisforskot.

Rafræn miðlun reikninga

Wise býður upp á miðlun rafrænna reikninga í samvinnu við Sendil sem gerir lausnina hentuga fyrir stofnanir og fyrirtæki óháð stærð.

Fyrirtækjum gefst kostur á að senda reikninga til viðskiptavina sinna á rafrænu formi ásamt því að taka á móti þeim inn í NAV, en í því felst mikill sparnaður og hagræðing.

Helstu kostir rafrænnar miðlunar reikninga: 

 • Beinn sparnaður og hagræðing
 • Sparnaður við skráningu og bókun reikninga
  • Lægri kostnaður við afstemmingar og villuleit
  • Skönnun reikninga mun heyra sögunni til
  • Reikningar eru alltaf eins bókaðir
  • Enginn pappír
  • Bókhaldið uppfærist fyrr
 • Reikningarnir uppfylla skilyrði RSK um löggilda rafræna reikninga (reglugerðir 50/1993 & 598/1999)

Með rafrænni miðlun reikninga verður áreiðanleiki og rekjanleiki meiri:

 • Betri yfirsýn
 • Engar innsláttarvillur
 • Möguleg stytting á innheimtuferli
 • Hraðara sjóðsstreymi
 • Reikningar berast strax
 • Sendandi fær staðfestingu um móttöku reiknings

Fjöldi fyrirtækja og stofnana nýta sér rafræna miðlun reikninga og bætast stöðugt fleiri í hópinn þar sem um mikla hagræðingu og tímasparnað er að ræða. Hagkvæm og einföld lausn sem tryggir þér samkeppnisforskot.