Staki

Staki lógóStaki automation er verkfræði- og hugbúnaðarhús, þjónustufyrirtæki sem skiptist í meginatriðum í þrjú svið; tækni og verkfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf og rafræn viðskipti. Félagið er í eigu Símans. 

Meginhlutverk Staka er að veita afburða þjónustu á þeim sviðum sem félagið starfar. Félagið hefur það markmið að brúa bil milli hefðbundinnar hugbúnaðargerðar og iðnstýringa en það bil er sífellt að minnka. Í því skyni hafa starfsmenn Staka sótt sér þekkingu á báðum sviðum og félagið hefur því á að skipa mjög hæfu starfsfólki sem vinnur bæði við hugbúnaðargerð og iðnstýringar. Nýjasta þjónusta Staka er á sviði rafrænna og pappírslausra viðskipta þar sem félagið ætlar að vera í fararbroddi. Staki aðstoðaðar fyrirtæki við að koma á sjálfvirkum viðskiptaferlum s.s. rafrænar pantanir, farmskjöl, tollaskýrslur, reikninga o.fl., allt eftir þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.

Applicon

Origo lógóOrigo hf. sérhæfir sig í ráðgjöf, þjónustu og þróun lausna fyrir SAP, Vigor, NAV og Microsoft hugbúnað. Fyrirtækið hefur þróað fjölmarga lausnapakka fyrir einstaka atvinnugreinar, s.s. sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki og á sviði launa- og mannauðslausna. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 400 manns.

Origo hf. varð til við sameinngu Nýherja, TM Software og Applicon í janúr 2018. Starfsstöðvar Origo eru á Íslandi og í Svíþjóð.