Almennt

Sendill er skráð vörumerki sendill is Unimaze ehf. Miðlun Sendils er vistuð í öruggu netumhverfi Símans.

sendill is Unimaze ehf. er íslenskt sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2003 og hóf starfsemi með sérhæfingu í rafrænum viðskiptum árið 2006. Félagið er að stærstum hluta í eigu starfsmanna.

Unimaze hefur frá upphafi lagt áherslu á sérhæfingu í rafrænum viðskiptum og bæði þróað hugbúnað og veitt ráðgjöf um rafræn viðskipti. Meðal viðskiptavina eru fyrirtæki bæði heima og erlendis.

Sérstakar einingar fyrir Dynamics NAV (Navision) fyrir meðhöndlun rafrænna reikninga eru í notkun hjá mörgum fyrirtækjum. Meðal notenda eru Penninn, Norvik, Vatnsvirkinn og Síldarsamlagið í Noregi sem er einn stærst fiskmarkaður í Evrópu.

Þá eru s.k. forritasöfn fyrir UBL 2.0 formstaðalinn í notkun víðs vegar um Evrópu.

Markmið Unimaze eru að þróa hugbúnað og veita þjónustu til að auðvelda rafræn viðskipti, gera þau hagstæðari og hjálpa til við að ná meiri útbreiðslu heldur en áður hafði þekkst í rafrænum viðskiptum með EDI tækninni, sem að mjög litlu leyti hafði náð til lítilla og meðalstórra fyrirrtækja.

Sérfræðingar okkar hafa víðtæka þekkingu á hinum rafrænu stöðlum ebXML og UBL 2.0 og hafa unnið náið með ICEPRO, Samstarfi um rafræn viðskipti og NES hópsins við samnorræna skilgreiningu á notkun UBL 2.0 staðalsins. Þá höfum við tekið þátt í staðlastarfi CEN/BII og PEPPOL og unnið sem ráðgjarfar fyrir CEN, Staðlaráð Evrópu um meðhöndlun rafrænna reikninga.

Við trúum því að nauðsynlegt sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum til að ná því markmiði að gera rafræn viðskipti almennari og þess vegna styðjum við UBL, NES, BII, ebXML og PEPPOL staðlana og mælum með notkun þeirra.

Unimaze á Íslandi
Vörur

Miðlun Sendils og EinkaSendill fyrir þá sem það kjósa, er þjónusta sem Sendill býður upp á fyrir rafræna dreifingu. Oftast er um að ræða beintengingu við viðskiptakerfi, sem samstarfsaðilar okkar sjá um.

Þá bjóðum við einnig upp á VefSendill,  lausn til að sinna þörfum þeirra sem ekki nota bókhaldskerfi eða úthýsa bókhaldi. Þar geta notendur unnið tímaskýrslur og bæði sent og móttekið rafræna reikninga og kreditnótur.

Um fyrirtækið

Sendill er skráð vörumerki Unimaze á Íslandi ehf. Sendill er rekinn af Unimaze í öruggu netumhverfi Símans.

 • Kennitölur:
  550403-3150 (kennnitala)
  93218 (VSK númer)
 • Nafn:
  sendill is Unimaze ehf.
  Unimaze Software (hjáheiti)
 • Heimilisfang:
  Eiðistorgi 13-15,
  170 Seltjarnarnes
 • Símanúmer:
  +354 588 7575
 • Tölvupóstfang:
  info@unimaze.com