Fréttir
19

Nafni félagsins var í dag breytt hjá Fyrirtækjaskrá RSK til að vera betur í samræmi við markaðssetningu okkar hérlendis og endurspegla betur stöðu okkar og hlutverk.

Eldra nafn félagsins Unimaze á Íslandi ehf. þótti ekki endurspegla nægjanlega vel þá staðreynd að við erum alíslenskt frumkvöðlafyrirtæki, né heldur markaðssetningu á þjónustu okkar undir vörumerkinu sendill.is.

Frá og með deginum í dag er lögskráð heiti félagsins sendill is Unimaze ehf. Erlend hjáheiti er óbreytt og vísar til þess að við erum hugbúnaðarhús Unimaze Software.

Vörumerkið Sendill, tilvísunin sendill.is og lógó Sendils munum við fyrst og fremst nota í markaðssetningu innanlands, á meðan að vörumerki og lógó ásamt nafninu Unimaze Software mun áfram verða notað í markaðssetningu okkar erlendis.

Skráð í flokkum: Tilkynningar

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan