Fréttir
13

Staki ehf og Sendill.is hafa gert með sé samstarfssamning þar sem Staki gerist endursöluaðili á þjónustu Sendils. Þessi samstarfssamningur gerir Staka kleift að bjóða viðskiptavinum sínum fullkomnar lausnir í rafrænum viðskiptum. Öðru fremur mun samningurinn veita Staka möguleika á ráðgjöf og þjónustu Sendils.is í innleiðingum á ferlum tengdum rafrænum viðskiptum.

Staki automation er verkfræði- og hugbúnaðarhús, þjónustufyrirtæki sem skiptist í meginatriðum í þrjú svið; tækni og verkfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf og rafræn viðskipti. Félagið er í eigu Símans.

Meginhlutverk Staka er að veita afburða þjónustu á þeim sviðum sem félagið starfar. Félagið hefur það markmið að brúa bil milli hefðbundinnar hugbúnaðargerðar og iðnstýringa en það bil er sífellt að minnka. Í því skini hafa starfsmenn Staka sótt sér þekkingu á báðum sviðum og félagið hefur því á að skipa mjög hæfu starfsfólki sem vinnur bæði við hugbúnaðargerð og iðnstýringar.

Nýjasta þjónusta Staka er á sviði rafrænna og pappírslausra viðskipta þar sem félagið ætlar að vera í fararbroddi. Staki aðstoðaðar fyrirtæki við að koma á sjálfvirkum viðskiptaferlum s.s. rafrænar pantanir, farmskjöl, tollaskýrslur, reikninga o.fl., allt eftir þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.

„Staki hefur um nokkurt skeið verið að leita að lausnum á sviði rafrænna viðskipta sem uppfylla strangar staðlakröfur án þess að það bitni á sveigjanleika. Fyrirtæki hafa mismunandi þarfir og það var okkar mat að sendill.is væri best til þess fallinn að uppfylla þær og styrkja jafnframt Staka á þessu sviði. Staki rekur X.400 og EDI þjónustu fyrir fyrirtæki á Íslandi og Sendill.is er mjög góð viðbót við þá þjónustu“, segir Jón Eyfjörð framkvæmdastjóri Staka ehf.

Skráð í flokkum: Fréttir

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan