Fréttir
13

Eftirfarandi er fréttatilkynning sem birtist á mbl.is 27. apríl síðastliðinn.

DK hugbúnaður ehf. og Sendill.is eru í samstarfi um miðlun rafrænna reikninga á NES-UBL formi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Sjófiskur-Sjávarfang ehf. er fyrsta fyrirtækið með DK viðskiptakerfi til að nýta sér lausnina og sendir nú um 500 reikninga á mánuði til Reykjavíkurborgar. Reikningarnir eiga uppruna sinn í sölureikningakerfi DK sem tryggir að sendandi hefur alltaf skýra yfirsýn yfir rafræna reikninga einstakra viðskiptavina sinna.

„Í febrúar bárust fyrstu rafrænu reikningarnir til borgarinnar, sem áttu uppruna sinn í DK viðskiptakerfinu, alls bárust um 500 reikningar sem allir skiluðu sér hratt og örugglega inn í bókhaldið með öllum nauðsynlegum upplýsingum til að bóka reikninginn sjálfvirkt,“ sagði Lúðvík Vilhelmsson á fjármálaskrifstofu Reykjavíkur.

Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, sagði reynslu Sjófisks af rafrænum reikningum mjög jákvæða. „Reikningarnir skila sér merkjanlega fyrr í greiðslu auk þess sem afstemming allra þessara reikninga hefur sýnt sig að vera mun einfaldari og öruggari.“

Sjófiskur sjávarfang ehf. er stóreldhús sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu í ferskum fiski, fiskréttum og sjávarfangi fyrir stóreldhús, mötuneyti og verslanir.

Skráð í flokkum: Tilkynningar

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan