Fréttir
20

Íslandspóstur hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Sendill.is, sem sérhæfir sig í lausnum og þjónustu við rafræna viðskiptaferla og skeytamiðlun.

Í fréttatilkynningu segir: „Alkunn er sú tæknilega þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár með yfirfærslu viðskiptaskjala frá pappír yfir í rafræn skjöl.  Íslandspósti er umhugað um að fylgja þeirri þróun eftir og eru kaupin í Sendli.is liður í því.  Íslandspóstur telur mjög spennandi tíma framundan í rafrænum skjalasendingum og þar mun framtíð fyrirtækisins liggja hvað varðar dreifingu á viðskiptaskjölum. Í samræmi við það fjárfesti Íslandspóstur árið 2009 einnig í stóru og öflugu rafrænu dreifingar- og vistunarkerfi sem boðið verður upp á fyrir alla landsmenn á næstu mánuðum undir nafninu Mappan. 

Sendill.is sérhæfir sig í miðlun rafrænna reikninga og annarra viðskiptaskjala milli fyrirtækja og stofnana.  Fjölmargir aðilar nýta sér Miðlun Sendils til að miðla rafrænum reikningum, pöntunum, vörulistum, fylgiskjölum og fleira. Meðal notenda sem taka við rafrænum reikningum eru flestsveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og allar opinberar stofnanir sem eru tilbúnar að taka á móti rafrænum reikningum auk 70 þúsund fyrirtækja og stofnana í Danmörku.  Sendill.is er íslenskt fyrirtæki og byggir alfarið á íslensku hugviti.“

Skráð í flokkum: Fréttir

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan