Fréttir
15

 Í frétt á visir.is segir í dag:

 

Nýherji og dótturfélög hafa gert samstarfssamning við Sendil um miðlun rafrænna reikninga. Þannig gefst Nýherja og dótturfélögum kostur á því að senda og taka á móti reikningum á rafræni formi, en í því felst verulegur sparnaður og hagræðing.
 
Í tilkynningu segir Ingimar Bjarnason framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi, dótturfélags Nýherja, mikilvægt að hagræða í rekstri með hagnýtingu rafrænna reikninga. Nýherji muni innleiða lausnir og þjónustu Sendils hjá sér og dótturfélögunum, Applicon og TM Software. Auk þess munu fyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum lausnir á sviði rafrænnar miðlunar í gegnum þjónustulag Sendils. 
 
Miklu máli skiptir að lausn Sendils er þróuð fyrir evrópskan markað og nýtist því íslenskum fyrirtækjum sem starfa á alþjóða markaði. 
 
Sendill.is sérhæfir sig í miðlun rafrænna reikninga og annarra viðskiptaskjala milli fyrirtækja og stofnana. Í dag geta allar opinberar stofnanir móttekið rafræna reikninga í gegnum Sendil.is, ýmis sveitafélög og fyrirtæki auk 70 þúsund fyrirtækja og stofnana í Danmörku og nú vaxandi fjölda fyrirtækja í Evrópu.

 

Skráð í flokkum: Fréttir

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan