Fréttir
27

Reikningur á tölvutæku PDF sniði er í eðli sínu ekki rafrænn reikningur, heldur rafrænn pappír. Tölva getur því ekki með góðu móti skilið innihald hans. Munurinn felst þess vegna í því að viðskiptakerfi móttakanda getur ekki lesið upplýsingarnar sjálfkrafa inn.

Móttakandinn getur því birt það á skjá og slegið inn upplýsingarnar úr reikningnum inn í viðskiptakerfið. Í því felst ekki frekar hagræði en að lesa upplýsingarnar af pappír. Þar að auki getur verið að skjárinn sem unnið er við bjóði ekki auðveldlega upp á að rafræni pappírinn og viðskiptakerfi séu í augsýn samtímis. Því þarf notandinn annað hvort að hoppa á milli kerfa eða freistast til að prenta rafræna pappírinn.

Það veitir móttakandanum miklu meira hagræði að fá rafrænan reikning sem viðskiptakerfi hans getur lesið beint inn. Bæði sparar það handavinnu, auk þess sem það minnkar hættu á mistökum og býður upp á tengingu við aðra sjálfvirka ferla.

Skráð í flokkum: Rafrænir reikningar

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan