Fréttir
11

Í dag skrifuðu Maritech og DK hugbúnaður undir samstarfssamning við Unimaze á Íslandi ehf um endursölu á þjónustu Sendils. Jafnframt munu Maritech og DK hugbúnaður þjónusta sína viðskiptavini beint, en njóta þjónustu og ráðgjafar Unimaze við innleiðingu á ferlum í kringum rafræn viðskipti, m.a. um rafræna reikninga.

Maritech er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1995 og hefur þróast yfir í að vera stærsti söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi.

dk hugbúnaður er framleiðandi dk viðskipta- og upplýsingakerfa. Fyrirtækið var stofnað í desember árið 1998.  Í dag eru notendur dk hugbúnaðar orðnir á fjórða þúsund.  Þeir eru úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. dk hugbúnaður er nú leiðandi fyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki.  

Skráð í flokkum: Fréttir

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

CAPTCHA image
Sláðu inn kóðann hér að ofan