Til að minnka umstang við meðhöndlun reikninga, óskum við eftir að fá senda til okkar reikninga með rafrnum hætti í  samræmi við reglugerð 505/2013. Einnig tökum við á móti reikningum á pappír.

Skv. reglugerð 505/2013 19. gr. og 20 gr. ákvarðar viðtakandi með hvaða hætti og á hvaða formi hann tekur við rafrænum reikningum og reikningar sem fylgja ekki því formi og hætti sem hann samþykkir, teljast ekki afhentir, enda hafi viðtakandi ekki ferla til að uppfylla reglugerðina að öðru leyti, hvað varðar t.a.m. varðveislu bókhaldsgagna og til að uppfylla áreiðanleika og rekjanleika gagnanna.

PDF sem sent er í tölvupósti eða færsla í fyrirtækjabanka telst ekki löglegt frumgagn reiknings, enda vantar bæði rekjanleika og traust um heilindi gagnainnihalds.

Móttaka rafrænna reikninga

Rafrænt auðkenni

Sendil is Unimaze ehf tekur á móti reikningum rafrænt á OpenPEPPOL netinu sem hægt er að fletta upp í með eftirfarandi ISO auðkenni:

9917:5504033150

Öll fyrirtæki á Íslandi, sem vilja taka á móti rafrænum reikningum ættu að vera skráð á OpenPEPPOL netinu, sem er í samræmi við tilmæli ICEPRO frá því í nóvember 2010 um opin samskipti og leiðbeiningum þeirra í maí 2013.

Nokkur atriði

  • Ef þú ert tengdur Miðlun Sendils þarftu ekki að gera neitt annað en þú gerir venjulega, bara að byrja að senda á kennitöluna.
  • Annars þarftu að skilgreina sendingu til okkar á OpenPEPPOL með rafrænu auðkenni okkar.
  • Skráningunni má fletta upp á e-business.tools
         http://e-business.tools/querypeppol/9917/5504033150
    .
  • Athugið: Við getum ekki tekið við PDF sniði eingöngu í tölvupósti nema að fá frumrit á pappír líka. PDF skjöl geta ekki talist rafrænir reikningar vegna skorts á rekjanleika og heilindum (áreiðanleika). Sjá greinina Hvað er löglegur rafrænn reikningur?

Móttökusnið

Við tökum við reikningum rafrænt á eftirfarandi sniðum (ef þessi síða er ekki uppfærð gildir skráningin á PEPPOL):

 Skammheiti
Heiti  Skýring 
 BII04 INV CENBII reikningur skv. umgjörð BII04   Skv. tækniforskrift FUT TS-136 (Staðlaráð Íslands)
 BII05 INV
CENBII reikningur skv. umgjörð BII05   Skv. tækniforskrift FUT TS-136 (Staðlaráð Íslands)
 BII05 CRN
CENBII kreditnóta skv. umgjörð BII05   Skv. tækniforskrift FUT TS-137 (Staðlaráð Íslands)
 NESP4 INV NESUBL reikningur skv. umgjörð NESP4   Skv. tækniforskrift FUT TS-135 (Staðlaráð Íslands)
 NESP5 INV
NESUBL reikningur skv. umgjörð NESP5
 Skv. tækniforskrift FUT TS-135 (Staðlaráð Íslands)
 NESP5 CRN NESUBL kreditnóta skv. umgjörð NESP5   Skv. NESUBL staðli (afleitt af FUT TS-135)

Móttaka reikininga á pappír

Við tökum að sjálfsögðu við reikningum á pappír, þó svo við hvetjum þig til þess að senda okkur reikninginn rafrænt.