Umhverfismál
13

Aukin nýtni í orkunotkun er eitt af áhugaverðustu svörunum við þeim áskorunum sem fyrirtæki og heimili glíma við í dag. Þetta á við hvort sem litið er til aukins kostnaðar fyrirtækja og heimila við orkukaup vegna reksturs bygginga eða vegna samganga. Hvort sem ástæðan er hækkun á orku eða áhættunar af of miklum CO2 útblástri með afar slæmum afleiðingum fyrir 100 milljónir jarðarbúa vegna breytinga á loftslagi.

En af hverju? Jú, með því að nýta betur það sem við höfum nú þegar öðlumst við stjórn á eigin aðstæðum. Hvort sem menn trúa svartsýnustu spám um loftslagsbreytingar eður ei þá minnkar betri nýting mengun og dregur úr kostnaði. Orkunýtni er vel þekkt og mörg okkar höfum heyrt um ávinning þess að kaupa sparperur, að aka um á tvinnbílum, sameinast um bíla, taka strætó (kannski valmöguleiki á höfuðborgarsvæðinu?) eða með því að einangra húsin okkar og minnka upphitunarkostnað.

Við getum því horft á heimili eða skrifstofubyggingar og rýnt ítarlega í þá orku sem þarf til að hita upp, lýsa og nota rafmagnstæki. Þá kemur ósjaldan í ljós að t.d. getur hiti frá tölvum dugað til að hita upp skrifstofurými og dagsbirta stærstan hluta ársins dugað starfsfólki ef hönnun og staðsetning glugga er rétt.

Með því að fylgjast með hversu mikil orka er notuð og hvernig er hægt að stjórna eigin notkun er hægt að draga þannig úr óþarfa notkun og finna bestu leiðirnar til að spara orku. Lykillinn að orkusparnaði er að fylgjast með orkunotkun og þá er rafræn stjórnun með alla sína kosta svo sem rauntímamælingar og greining á sveiflum á milli árstíða, vikna og daga ákaflega mikilvægt stýritæki til að auka orkunýtni fyrirtækja og heimila.

Skráð í flokkum: Umhverfismál

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir skráðar, vertu fyrst(ur) til að skrá athugasemd.

Skrá athugasemd

Nafn (nauðsynlegt)

Tölvupóstfang (nauðsynlegt)

Vefsvæði

Um höfundinn

Kjartan Bollason, umhverfisfræðingur

Kjartan Bollason er með meistaragráðu í umhverfisfræðum frá H.Í. Hann er lektor við Háskólann á Hólum og stundar doktorsnám í sjálfbærum byggingum við Oxford Brookes University.
 
 
sendill.is og umhverfið
sendill.is er umhugað um umhverfið.
 
Við viljum stuðla að pappírslausum viðskiptum sem þar að auki minnka útblástur, slit á götum og minnkar álag á náttúruna á marga vegu. Af því tilefni höfum við fengið sérfræðing í umhverfismálum til að skrifa fræðandi pistla fyrir okkur.