EinkaSendill

 


 

EinkaSendill byggir á sama hugbúnaði og Miðlun Sendils og felur í sér alla eiginleika hennar.

Með EinkaSendli geta fyrirtæki sjálf rekið rafrænt pósthús og átt samskipti milliliðalaust við fyrirtæki heima og erlendis. Þannig geta fyrirtæki sent mikið magn rafrænna upplýsinga til stærstu viðskiptavina og birgja á hagkvæman hátt.

Með því að nýta sér EinkaSendil, losnar fyrirtæki þitt við að útfæra mismunandi dreifingarleiðir eftir því við hvaða fyrirtæki það á samskipti við og er ekki háð breytingum í útfærslu eða notkun þessarra fyrirtækja á stöðluðum samskiptaleiðum eða sérútbúnum lausnum.

Hugbúnaðurinn fæst með uppfærslu- og þjónustusamningi, sem tryggir fyrirtæki þínu stuðning við nýja staðla, nýja eiginleika og þjónustur, sjá nánar hér.
 

Bein samskipti

Sendu og móttaktu milliliðalaust frá stærstu viðskiptavinum og birgjum með stöðluðum sam- skiptum ISO 15000-2 eða PEPPOL. Stilltu upp sértækum samskiptum með FTP, vefþjónustum eða almennum skráarsamskiptum.

 

Innri miðlun

Þar sem hugbúnaðurinn er rekinn í lokuðu og öruggu rekstrarumhverfi (innan veggja eða í hýsingu), er ekkert því til fyrirstöðu að nota eiginleika kerfisins til að miðla gögnum innan fyrirtækisins á milli kerfa, rekstrareininga eða skyldra félaga.

Lægri skeytakostnaður

Njóttu lægri kostnaðar í skeytasamskiptum. Skiptu á miklu magni af viðskiptaskeytum við stærstu samstarfsaðila þína án þess að greiða skeytagjöld. Greiddu lægri gjöld af skeytasendingum til annarra aðila.

Séruppsetningar og séraðlaganir

Fyrirtæki þitt getur notað tilbúnar einingar til samskipta inn á við eða út á við, t.d. skáarsamskipti, FTP samskipti eða XSLT varpanir. Með opna högun er leikur einn að bæta við einingum eins og þurfa þykir til að bæta við nýjum samskiptaleiðum eða innri vinnslu.

 

Ertu með hugmynd?

Eitthvað sem mætti betur fara? Getum við bætt einhverju við til að verða nytsamlegri? Eitthvað sem þér liggur á hjarta? Smelltu hér til að koma ábendingum þínum á framfæri.