Miðlun Sendils - Skeytamiðlari

 


 

MIðlun Sendils byggir á innlendum hugbúnaði sérhönnuðum til úrvinnslu og dreifingar rafrænna viðskiptaskjala og fylgiskjölum, auk sjálfstæðra skjala óháð formsniði.

Með því að nýta sér Miðlun Sendils, losnar fyrirtæki þitt við að útfæra mismunandi dreifingarleiðir eftir því við hvaða fyrirtæki það á samskipti við og er ekki háð breytingum í útfærslu eða notkun þessarra fyrirtækja á stöðluðum samskiptaleiðum eða sérútbúnum lausnum.

Aðgangur að þjónustunni (SaaS=Software as a Service) er veittur að í gegnum mánaðaráskrift, sjá nánar verð hér.

Með EinkaSendli getur fyrirtæki þitt haft hugbúnaðinn í eigin rekstri.
 

 


Fullkomið hagræði með beintengingu

Með beintengingu við bókhald og önnur viðskiptakerfi nýtur þú mestrar hagræðingar. Viðskiptaskjöl flæða hratt út og inn í kerfin án endurtekins innsláttar, vinnu við skönnun eða hættu á innsláttarvillum.

Rakning og eftirfylgni

Ferilskráin segr nákvæmlega til um stöðu skeyta, hvort og hvernig þau skiluðu sér. Ef eitthvað bregður út af lætur kerfið vita um leið.

Sannreyning viðskiptareglna

Við tryggjum að reikningurinn skilar sér alla leið inn í bókhaldið hjá þér án þess kostnaðar sem fylgir ranglega sniðnum reikningum. Við gerum ítrustu kröfur, svo innihald reikningsins verður að stemma og nauðsynleg gildi fyrir hendi.

Upprunavottun og heilleiki

Við vottum hvaðan skeytið kom. Við getum gengið lengra og vottað hvaða einstaklingur, deild eða fyrirtæki sendi skjalið og að skjalið er upprunalegt og óbreytt.

Geymdu afrit eins lengi og þú kýst

Ef þú vilt geyma afrit af öllum skeytum og skjölum lengur en almennt dugar fyrir miðlun, þá getum við geymt gögnin lengur fyrir þig en þessa tvo mánuði.

Staðlar og samskipti við ytri net

Skipta staðlar máli? Svo sannarlega, vissir þú að við erum tengdir við 70.000 fyrirtæki í Danmörku? Af hverju? Jú af því að við styðjum danska NemHandel staðalinn. Við tengjum okkur einnig við nokkra innlenda þjónustuaðila með nokkurs konar reikisamningum.

Gögn óháð sniði

Okkur er nokkurn veginn sama hvað við flytjum. Fyrir utan almenn viðskiptaskjöl getum við til dæmis flutt gögn á PDF sniði, Word, Excel, myndir eða hvaðeina - bara að það sé tölvutækt!
 

Hafðu fullkomið yfirlit

Sjáðu senda og móttekna reikninga, pantanir og önnur skjöl.

Birtu viðhengi beint

Skoðaðu t.d. reikninga, tímaskýrslur, myndir eða önnur skjöl beint í bókhaldskerfi, samþykktarkerfi eða öðru viðskiptakerfi. Ekkert flakk milli kerfa, engin bið eftir gögnum eða leit að týndum skjölum.

Gögnin þín eru vel geymd hjá okkur

Það kemst enginn í gögnin þín, þau fara alltaf um örugga pípu hjá okkur, til okkar og frá okkur. Þarftu að passa upp á gögnin þín innanhúss hjá þér líka? Hafðu samband og við getum hjálpað.

Við tölum við alla, utan sem innan landsteina

Suma er auðveldara að ná í af því að þeir fylgja alþjóðlegum stöðlum eins og við. Við tengjum okkur líka við aðrar skeytagáttir ef það þjónar hagsmunum beggja.

Öflugir samstarfsaðilar

Við getum ekki verið bestir í öllu, þó við séum snillingar á sviði rafrænna viðskipta, þá eru það aðrir sem eru færastir í innleiðingum á bókhaldskerfum og öðrum viðskiptahugbúnaði. Við látum þá um að þjónusta sín kerfi gagnvart dreifingarmiðstöðinni.
Lumarðu á góðri hugmynd?

Eitthvað sem mætti betur fara? Getum við bætt einhverju við til að verða nytsamlegri? Eitthvað sem þér liggur á hjarta? Smelltu hér til að koma ábendingum þínum á framfæri.