VefSendill er einfalt sölukerfi fyrir sjálfstæða atvinnurekendur og minni fyrirtæki sem ekki hafa eigið bókhaldskerfi og vilja eða þurfa kerfi til útbúa tímaskýrslur og senda rafræna reikninga án þess að leggja út í kostnað eða kaup á lausnum með beintengingu við bókhald.
Notendur
VefSendill er fullkomin en einföld lausn fyrir sjálfstæða atvinnurekendur og smærri fyrirtæki til að senda rafræna reikninga til viðskiptavina sem í auknum mæli eru farnir að krefjast þeirra.
Með VefSendli:
- Býrðu á skjótan hátt til reikninga frá grunni.
- Sendir reikninga til hvaða móttakanda sem er gegnum Miðlun Sendils beint í kerfi mótaðila, með tölvupósti eða til prentþjónustu.
- Skrá starfsmenn tíma sína sem síðan má breyta í reikning á auðveldan hátt.
- Færðu yfirlit yfir alla reikninga og tímaskráningu
- Færðu yfirlit yfir stöðu viðskiptavina.
- Færðu góð söluyfirlit.
Nánari upplýsingar
Tenging við viðskiptakerfi.
VefSendill er fyrir viðskiptavini sem ekki hafa yfir bókhaldskerfi að ráða sem ræður við sendingu rafrænna reikninga. VefSendill er tengdur beint við Miðlun Sendils sem dreifir reikningum áfram beint til mótaðila.