VefSendill í notkun
VefSendill er einfalt en öflugt vefkerfi til útgáfu reikninga og tímaskráningarumsjón.
  • VefSendill tengir notendur við Miðlun Sendils og alþjóðleg skeytamiðlunarnet. Með fullum stuðningi við staðla er tryggt að móttakandi geti lesið skeytin.
  • Miðlun Sendils miðlar skeytum til allra helstu móttakenda innanlands og á skeytanetin PEPPOL og Nemhandel auk annarra.
  • Móttakendur sem taka á móti rafrænum reikningum fá skeytin beint inn í viðskiptakerfi sín.
  • Aðrir móttakendur fá skeyti í tölvupósti, eða hægt er að nýta möguleika í prentun, pökkun og póstþjónustu eða í Möppu Póstsins.
  • Tímar eru skráðir af starfsmönnum eða yfirmanni. Þeir eru skráðir eftir verkum, verktegundum og eftir viðskiptavinum eða sem innnri vinna.
  • Almennir starfsmenn hafa eingöngu aðgang að tímaskráningu en ekki að reikningagerð og yfirlitum
  • Síðan er hægt að gefa út reikninga sem byggja beint á tímaskráningu og innihalda allar upplýsingar þar um
  • Einföld og greinargóð yfirlit yfir útgefna reikninga, sölu og tímaskráningu.
  • Bæta má í söluyfirlit upphafsstöðu, nauðsynlegum breytingum og peningafærslum til að fá fullkomið yfirlit yfir stöðu viðskiptamanns
VefSendill lýtur að fullu öllum stöðlum rafrænna skeytasendinga og uppfyllir þá.
Í myndum
zoom

Búa til reikning

Það er auðvelt að búa til reikning. Hægt er að gera það frá byrjun, byggja á eldri reikningi eða vistuðu forsniði, eða búa til út frá skráðum tímum.

zoom

Tímaskráning

Skráið tíma eftir viðskiptavinum eða innri vinnu. Flokkun eftir verkum og verktegund yfirlit betri.

zoom

Viðskiptamannayfirlit

Birtir á einfaldan hátt yfirlit viðskiptamanna eftir myntum.

zoom

Söluyfirlit

Tekjur eftir myntum og flokkum á skýru grafi